Opnið gluggann Þjónustuvöruskipti.

Inniheldur upplýsingar um þjónustuvöruna sem tengist þjónustulínunni sem verið er að færa í og vöruna sem færð var í línuna. Varan sem færð var í línuna hefur sama númer og vörunúmer þjónustuvörunnar sem tengist þjónustulínunni. Því þarf forritið að vita hvort verið sé að skipta um þjónustuvöru.

Í þessum glugga er hægt að skipta um þjónustuvöruna, sem tengist þjónustulínunni, með nýrri vöru. Kerfið skráir nýju vöruna sem þjónustuvöru þegar þjónustupöntunin er bókuð. Hægt er að færa inn raðnúmer og afbrigðiskóta fyrir nýju þjónustuvöruna. Ef þjónustuvara er flókin, það er, inniheldur íhluti, er valinn einn eftirfarandi valkosta í reitnum Afrita íhluti frá:

  1. Vöruuppskrift (afritar íhlutalista úr vöruuppskrift).
  2. Gamla þjónustuvaran (afritar íhluti úr gömlu þjónustuvörunni).
  3. Gamla þjónustuvaran án raðnr. (afritar íhluti úr gömlu þjónustuvörunni en ekki raðnúmer).

Til að fá hjálp við tiltekinn reit er smellt á reitinn og stutt á F1.

Ábending

Sjá einnig