Opnið gluggann Hluti til ráðstöfunar skv. atburði.
Sýnir hvernig birgðastig vöru þróast með tímanum samkvæmt framboðs- og eftirspurnaratvikum. Glugginn býður upp á samantekið yfirlit sem birtir eina línu af uppsöfnuðum upplýsingum fyrir hvert tímabil þar sem birgðagildi breytast. Tímabil þar sem ekkert tilvik varð eru ekki sýndar. Hægt er að stækka hverja línu svo hún sýni upplýsingar um tilvik sem valdið hafa uppsöfnuðu magni í línunni.
Hægt er að skoða upplýsingarnar eftir mismunandi tímabilum og hægt er að nota afmarkanir til að láta fylgja með áætlaða eftirspurnir og standandi pantanir og áætlaða eftirspurn úr óstaðfestum pöntunum sem lagðar eru til í áætlunarvinnublaðinu.
Upplýsingarnar um vöru til ráðstöfunar sem birtast í glugganum velta á því hvar glugginn er opnaður.
-
Ef glugginn er opnaður úr birgðaspjaldi sýnir hann heildarráðstöfun vörunnar yfir tíma fyrir allar birgðageymslur og öll afbrigði.
-
Ef glugginn er opnaður úr skjalslínu sýnir hann ráðstöfun vörunnar yfir tíma, afmarkað eftir birgðageymslu- eða afbrigðiskóta sem notaður er í fylgiskjalslínunni.
Til athugunar |
---|
Þegar glugginn er opnaður Hluti til ráðstöfunar skv. atburði úr skjalslínu er hægt að setja inn nýja dagsetningu, t.d. afhendingardagsetningu fyrir sölupöntun, í pöntunarlínuna með því að velja línuna í glugganum Hluti til ráðstöfunar skv. atburði með dagsetninguna sem setja á inn og smella svo á Í lagi. Ef glugginn er aðeins notaður til að skoða ráðstöfun og ekki á að færa inn dagsetningu þarf að loka glugganum án þess að smella á Í lagi. |
Valkostir
Hausinn veitir fimm síuvalkosti sem notaðir eru til að leiðrétta hvernig til ráðstöfunartölur eru birtar í línunum. Auk þess sést hvenær glugginn var uppfærður síðast í samræmi við breytingar notenda.
Línur
Glugginn sýnir eina stækkanlega línu fyrir hvert tímabil þar sem framboðs- eða eftirspurnartilvik breytir því hvort vara er tiltæk. Svæðið Tímabil í stækkanlegum línum inniheldur dagsetningu fyrsta dagsins á tímabilinu.
Ein fellanleg lína er til staðar fyrir hverja þá dagsetningu sem framboðs- eða eftirspurnartilvik breyta því hvort vara er tiltæk. Svæðið Tímabil á fellanlegum línum sýnir dagsetningu atburðarins.
Ráðstöfunartölur eru sýndar á fimm mismunandi magnsvæðum.
Skoða uppfært ráðstöfunarmagn
Ráðstöfun vörunnar getur breyst eftir að glugginn er opnaður. Til að uppfæra tölur til ráðstöfunar með öllum breytingum sem hafa verið gerðar síðan glugginn var opnaður er smellt á Endurreikna. Dagsetningu og tíma síðustu uppfærslu má sjá í Síðast uppfært reitnum.
Til athugunar |
---|
Ef grunur leikur á um að færslur breyti ráðstöfunartölum vörunnar þegar þessi gluggi er skoðaður skal smella reglulega á Endurreikna til að láta hvers kyns uppfærslur fylgja með. |
Sýna Tengd Fylgiskjöl
Fyrir allar línur í glugganum Hluti til ráðstöfunar skv. atburði er hægt að opna tengt fylgiskjal eða færslubókarlínu til að sjá upplýsingar um uppruna ráðstöfunartölunnar. Veljið línuna sem á að birta upplýsingar um og smellið á Sýna fylgiskjal.
Ef smellt er á Sýna fylgiskjal til að sjá ráðstöfunarlínu sem inniheldur gildi í reitnum Tillaga um áætlaðar birgðir opnast óstaðfesta framboðspöntunin sem er stungið upp á í áætlunarvinnublaðinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |