Opnið gluggann Færsluleit.

Glugginn Færsluleit er notaður til að birta yfirlit yfir fjölda og tegund færslna sem hafa sama fylgiskjalsnúmer eða bókunardagsetningu. Þetta er gagnlegt við leit að bókarfærslum sem eru tilkomnar vegna tiltekinna færslna. Einnig er hægt að nota þessa aðgerð til að leita að skjölunum og færslunum þar sem tiltekin lotu- og raðnúmer eru notuð.

Á flipunum eru færðar inn upplýsingar um skjölin eða vörurakningarnúmer sem kerfið á að leita að. Upplýsingar um fylgiskjöl sem finnast birtast síðan í línunum. Forritið leitar að skjölum og færslum á öllum vörunúmerum.

Hægt er að prenta út skýrslu sem sýnir nákvæmar upplýsingar um allar færslur tengdar Færsluleit í skjali/skjölum.

Ábending

Sjá einnig