Hægt er að velja aðgerðina Færsluleit í færslugluggum og gluggum með bókuðum afhendingum og móttökum. Hægt er að nota hana til að finna allar færslur bókaðar með sömu dagasetningu eða fylgiskjalsnúmeri. Fylgiskjalsnúmerið kann að vera númer úthlutað í færslubók, númer á reikningi eða kreditreikningi.
Leitað að tilteknum fylgiskjölum
Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Bókhaldslykill er flett að að reikningnum þar sem fylgiskjalið sem er verið að leita að var bókað.
Smellt er á Staða til að skoða lista yfir færslurnar sem mynda stöðuna.
Línan með færslunni sem á að athuga er valin.
í Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Færsluleit. Microsoft Dynamics NAV telur færslurnar og síðan opnast glugginn Færsluleit. Í þessum glugga er listi yfir færslutegundirnar sem finnast og fjölda hverrar tegundar.
Velja umbeðna tegund, Fjárhagsfærsla. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Sýna til að sjá stakar færslur. Glugginn Fjárhagsfærslur opnast. Birtir einungis færslur með dagsetningunni og fylgiskjalsnúmerinu sem kemur fram í glugganum Færsluleit. Með því að velja aðrar færslutegundir er hægt að sjá samsvarandi lista.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |