Sýnir númer og tegund færslna sem hafa sama fylgiskjalsnúmer eða bókunardagsetningu. Einnig er hægt að nota þessa aðgerð til að leita að skjölunum og færslunum þar sem tiltekin lotu- og raðnúmer eru notuð. Þetta er gagnlegt við leit að bókarfærslum sem eru tilkomnar vegna tiltekinna færslna. Þegar leitað er að fylgiskjalanúmeri er hægt að prenta samantektina úr skýrslunni Fylgiskjalafærslur.
Unnið með Færsluleit
Hægt er að opna gluggann Færsluleit á tvo vegu:
-
Með því að opna auða gluggann Færsluleit. Á flipanum Heim í hópnum Leita eftir er hægt að velja gagnategundina sem á að notast við. Hægt er að fletta frá skjali, viðskiptatengiliði, lotunúmeri eða raðnúmeri fyrir vöru.
-
Úr öllum gluggum sem sýna bókaðar færslur sem og í bókuðum sölu-, innkaupa- og kreditreikningum, sölukvittunum og innkaupaafhendingum. Hér sýnir glugginn Færsluleit fylgiskjalanúmer og bókunardagsetningu færslna sem valdar eru. Glugginn Færsluleit finnur einnig og skráir skjöl sem hafa sama númer fylgiskjals og bókunardagsetningu og færslurnar sem voru valdar.
Glugginn Færsluleit hefur mismunandi fyrsta flýtiflipa, eftir vali í hópnum Leita eftir. Færa þarf inn upplýsingar um skjölin eða vörurakningarnúmerin sem á að leita að áður en upplýsingarnar eru færðar inn úr þeim skjölum sem finnast.
Þegar viðeigandi leitarupplýsingar hafa verið færðar inn, er valinn hnappurinn Finna í dálkinum Aðgerðir. Ef afmörkunum er breytt þarf að velja aftur Leita.
Glugginn Færsluleit sýnir eftirfarandi upplýsingar um fundnar skýrslur:
Reitur | Lýsing |
---|---|
Teg. fylg., Tegund uppruna, Upprunanúmer og Heiti uppruna | Þessir reitir innihalda upplýsingar um upprunaskjalið sem fannst þegar leitað var að skjalanúmerinu. Ef leitin finnur meira en eitt skjalanúmer eru þessir reitir auðir. |
Töfluheiti | Þessi dálkur sýnir lista af færslutöflum sem fela í sér þær færslur sem leitin staðsetti. |
Fjöldi færslna | Þessi reitur sýnir þann fjölda færslna sem finnst í hverri færslutöflu sem er skráð. |
Þegar aðgerðin Færsluleit hefur staðsett færslur þá eru þær skráðar í dálkinn Tengdar færslur. Hægt er sjá einstakar færslur á fljótlegan hátt með því að velja viðeigandi línu og smella síðan á skipunina Sýna upplýsingar.
Eftirfarandi kaflar lýsa þeim afmörkunum sem hægt að nota.
Leita eftir fylgiskjali
Á flýtiflipanum Fylgiskjal skal færa inn fylgiskjalanúmer og bókunardagsetningar eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur | Lýsing |
---|---|
Númer fylgiskjals | Færa inn númer fylgiskjala sem frekari upplýsingar vantar um. Hægt er að nota afmörkun ef Microsoft Dynamics NAV á að leita að númerum fylgiskjala á tilteknu bili. |
Bókunardags. | Færið inn bókunardagsetningu þess skjals sem verið er að leita að. Hægt er að afmarka ef þau skjöl sem leitað er að voru bókuð á tilteknu tímabili. |
Leita eftir viðskiptatengilið
Á flýtiflipanum Viðskiptatengiliður má færa inn skjalaupplýsingar sem lánardrottinn eða viðskiptamaður úthlutaði. Hægt er að nota valkostina á þessum flipa til að leita að lánardrottnaskjölum með því að nota tölur sem lánardrottininn hefur úthlutað fylgiskjalinu. Til dæmis sýnir eftirfarandi tafla hvernig hægt er að nota þessa aðgerð til að finna reikning þegar notandi hefur aðeins reikningsnúmerið sem lánardrottininn úthlutaði.
Reitur | Lýsing |
---|---|
Teg. viðskiptatengiliðs | velja annan af kostunum: <Auður>, Lánardrottinn eða Viðskiptamaður. <Auður> er sjálfgefið gildi. Velja skal Lánardrottinn eða Viðskiptamaður þegar þarf að leita að skjölum lánardrottna eða viðskiptamanna. |
Nr. viðskiptatengiliðs | Hér má velja númer lánardrottins eða viðskiptamanns fyrir þann lánardrottinn sem úthlutaði númeri á reikninginn sem verið er að leita að. |
Númer fylgiskjals | Færa inn skjalanúmer sem lánardrottinn úthlutaði. Microsoft Dynamics NAV parar þetta númer við númerið í reitnum Númer utanaðk. skjals fyrir allar bókarfærslur viðskiptamanna eða lánardrottna. Síðan sýnir Microsoft Dynamics NAV allar fjárhagsfærslur sem fela í sér þetta númer fylgiskjals. |
Leita eftir vörutilvísun
Á flýtiflipanum Vörutilvísun er hægt að færa inn rað- eða lotunúmerið eða afmörkun á rað- eða lotunúmerinu sem leita á að. Þessi valkostur er gagnlegur ef þú vilt sjá hvar tiltekið vörurakningarnúmer var notað, frá hvaða lánardrottni það kom og hvaða viðskiptamanni það var selt.
Reitur | Lýsing |
---|---|
Raðnr. | Færa inn raðnúmer sem frekari upplýsingar vantar um. Hægt er að afmarka ef leita á að tilteknu bili af raðnúmerum. |
Lotunr. | Færa inn lotunúmer sem frekari upplýsingar vantar um. Hægt er að afmarka ef leita á að tilteknu bili af lotunúmerum. |