Opnið gluggann Kanna ráðstöfunargetu.

Tilgreinir ráðstöfun vörunnar sem beðið er um í fylgiskjalslínunni.

Þessi gluggi opnast sjálfkrafa ef magn er fært inn á sölupöntunarlínu, samsetningarpöntunarlínu eða birgðabókarlínu sem er meira en birgðamagn. Flóknustu reitunum í glugganum er lýst hér.

Brúttóþörf: er samtala heildarþarfar fyrir vöruna. Heildarþörfin er samsett úr sjálfstæðri þörf (úr sölupöntunum, þjónustupöntunum, millifærslupöntunum og framleiðsluspám) og ósjálfstæðri þörf (framleiðslupöntunaríhlutir úr áætluðum, fastáætluðum og útgefnum framleiðslupöntunum, íhlutir á samsetningarpöntunarlínum og allt framantalið þegar tillögur eru gerðar um það í innkaupa- og áætlunarvinnublöðum.

Tímasett móttaka - er samtala fyrir vöru úr áfyllingarpöntunum. Þar með eru taldar fastáætlaðar og útgefnar framleiðslupantanir, samsetningarpantanir, innkaupapantanir og millifærslupantanir á innleið.

Til ráðstöfunar í fyrsta lagi: Komudagsetning framboðspöntunar á innleið sem nær yfir það magn sem þarf á dagsetningu eftir gjalddagann. Bent er á að ef pöntun á innleið nær aðeins til hluta af magni sem þarf, telst það ekki tiltækt og reiturinn inniheldur ekki dagsetningu.

Ef hunsa á aðvörunina og skrá magnið er smellt á . Smellt er á Nei ef ekki á að skrá magnið. Þegar glugganum hefur verið lokað er hægt að athuga hvort varan er tiltæk í annarri birgðageymslu, öðru hólfi eða öðru afbrigði eða hvort hún sé tiltæk á öðrum tíma. Til að athuga ráðstöfunarbirgðir vöru í fylgiskjalslínu er smellt á hnappinn Aðgerðir, síðan á Lína, bent á Til ráðstöfunar eftir og síðan skal velja, til dæmis, Atburður.

Ábending

Sjá einnig