Ef viðskiptamaður kaupir í einum gjaldmiðli og greiðir í öðrum er enn hægt að jafna reikninginn við greiðsluna.

Ef færsla (Færsla 1) í einum gjaldmiðli er jöfnuð við færslu (Færsla 2) í öðrum gjaldmiðli notar forritið bókunardagsetninguna í Færslu 1 til að finna viðeigandi gengi til að breyta upphæðunum í Færslu 2. Viðkomandi gengi er fundið í glugganum Gengi gjaldmiðla.

Viðskiptamannafærslur jafnaðar hver við aðra í mismunandi gjaldmiðlum:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölubók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna færslubókina sem óskað er eftir og fylla inn í fyrstu auðu bókarlínuna með gjaldmiðilskóta. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.

  3. Í valmyndinni Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Jafna Færslur.

  4. Smellt er í línuna með færslunni sem jafna á við færsluna í greiðslunni. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Jöfnun, skal velja Setja kenni jöfnunar og velja færsluna sem jafna á við.

  5. Velja hnappinn Í lagi til að snúa aftur í sölubók.

  6. Bóka skal sölubókina.

Mikilvægt
Þegar færslur í mismunandi gjaldmiðlum eru jafnaðar hver við aðra breytir forritið færslurnar í SGM. Jafnvel þó gengið fyrir hina tvo viðeigandi gjaldmiðla sé fast, t.d. milli USD og EUR, kann að vera einhver afgangur þegar þessum upphæðum í erlendum gjaldmiðlum er breytt í SGM. Þessar litlu afgangsupphæðir eru bókaðar sem hagnaður eða tap á þann reikning sem er tilgreindur í reitunum Reikningur orðins hagnaðar eða Reikningur orðins taps í glugganum Gjaldmiðlar. Reiturinn Upphæð (SGM) er einnig stilltur á viðeigandi lánardrottnafærslur.

Ábending

Sjá einnig