Opnið gluggann Viðskm. - Upplýsingar.
Sýnir yfirlit yfir sölu til viðskiptamannsins. Á flýtiflipanum Almennt birtist staða viðskiptamannsins eins og hún er þann daginn. Upphæðir eru sýndar í SGM.
Í flýtiflipanum Sala er fjöldi magntala og upphæða sem varða sölu til viðskiptamanns. Sýnt er:
-
líðandi reikningstímabil
-
líðandi ár til dagsins í dag
-
fyrra ár
-
sögu fyrirtækisins í heild
Margir reitanna á flýtiflipanum Sala koma úr reitum í töflunni Viðskiptamaður á meðan aðrir eru reiknaðir:
-
Upphaflegur kostnaður (SGM): Upphaflegur kostnaður er kostnaður sem tengdist sölu þegar hún var bókuð.
-
Upphafleg framlegð (SGM): Upphafleg framlegð er framlegð sem tengdist sölu þegar hún var bókuð.
-
Upphafleg framlegðar%: Upphafleg framlegðarprósenta er prósenta framlegðar sem tengdist sölu þegar hún var bókuð.
-
Leiðréttur kostnaður (SGM): Leiðréttur kostnaður er kostnaður sem hefur verið leiðréttur samkvæmt breytingum á innkaupsverði vara.
-
Leiðrétt framlegð (SGM): Leiðrétt framlegð er framlegð sem hefur verið leiðrétt samkvæmt breytingum á innkaupsverði vara.
-
Leiðrétt framlegðar%: Leiðrétt framlegðarprósenta er prósenta framlegðar fyrir alla sölu fyrir viðskiptamanninn sem hefur verið leiðrétt samkvæmt breytingum á innkaupsverði vara.
-
Upphæð kostnaðarleiðr. (SGM): Leiðréttingarkostnaður er mismunurinn á milli upphaflegs kostnaðar vara og leiðrétts kostnaðar.
Reiturinn Aðrar upphæðir (SGM) sýnir heildarbókanir sem gerðar hafa verið fyrir viðskiptavininn almennt eða í sölubók án þess að skilgreina kóta í reit bókarinnar fyrir gerð skjals.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |