Opnið gluggann Skráðar fjarv. (frá vélastöð).

Keyrslan er notuð til að skrá áætlaðar fjarvistir í vélastöð. Hægt er að skrá áætlaða fjarvist fyrir bæði menn og vélar. Hægt er að skrá breytingar á tiltækum forða í töflunni Skráð fjarvist. Að lokinni keyrslu má sjá niðurstöður hennar í glugganum Skráðar fjarvistir.

Til athugunar
Ef notandi vill skrá fjarvistir í vinnustöð er keyrslan Skráðar fjarv. (frá vinnust.) notuð.

Keyrslan býr aðeins til skráningar. Hún vinnur ekki úr breytingunum. Ef skráningin er fullnægjandi og notandinn vill innleiða þær, það er, setja þær inn í töfluna Fjarvistarfærsla í dagatali er keyrslan Nota skráðar fjarvistir notuð.

Valkostir

Upphafstími: Hér er upphafstími fjarvistarinnar skráður, þ.e. sá tími sem starfsmaðurinn hefur að jafnaði störf, eða notkun vélarinnar hefst.

Lokatími: Hér er lokatími fjarvistarinnar skráður, þ.e. sá tími sem starfsmaðurinn lýkur að jafnaði störfum, eða notkun vélarinnar lýkur.

Upphafsdagsetning: Færa skal inn upphafsdagsetningu fjarvistarinnar.

Lokadagsetning: Færa skal inn lokadagsetningu fjarvistarinnar. Nauðsynlegt er að fylla út þennan reit, .þar sem taflan Skráðar fjarvistir er notuð við útreikninga á forðadagatali. Hægt er að breyta lokadagsetningunni eftir á ef fjarvistirnar dragast á langinn.

Afkastageta: Hér er rituð sú afkastageta sem nýtist ekki meðan á fjarvistunum stendur.

Lýsing: Færð er inn stutt lýsing á ástæðum fjarvistanna.

Skrifa yfir: Ef merkt er við þennan reit, skrifar kerfið yfir færslur á þessum tiltekna degi og tíma fyrir þessa vélastöð.

Ábending

Sjá einnig