Tilgreinir fjölda fjarvista á vinnustöð eða vélastöð.
Fjarvist getur verið vegna sumarleyfa eða frídaga fyrirtækisins.
Fjarvistir eru undanskildar frá tiltækri getu þegar aðgerðin Reikna dagatal vinnustöðvar er keyrð. Fjarvistafærslur minnka tiltækan tíma vinnu- eða vélastöðvar. Tiltækur tími er sá stundafjöldi sem hægt er að nota í vinnu- eða vélastöð. Til dæmis er vinnustöð sem er starfrækt fimm daga vikunnar í eina áttatíma vakt á dag tiltæk 40 tíma á viku. Ef færð er inn heils dags fjarvist þá viku minnkar tiltækur tími í 32 tíma.
Farvist í dagatalinu verður að uppfæra með uppfærsluaðgerðinni. Smellt er á Fjarvist, Uppfæra í glugganum Fjarvist til að uppfæra fjarvistarfærslur.