Opnið gluggann Stinga upp á vinnublaðslínum.

Flytur upplýsingar úr svæðum fjárhags, innkaupa, sölu, þjónustu, eigna, handskráðra tekna og handskráðra útgjalda í sjóðstreymisvinnublaðið.

Keyrslan er notuð í sjóðstreymisvinnublaðinu til að útbúa sjóðstreymisspá. Með þessari runuvinnslu er vinnublaðið fyllt út sjálfkrafa, færslurnar athugaðar og síðan skráðar.

Valkostir

Reitur Lýsing

Sjóðstreymisspá

Velja felliörina til að slá inn númer sjóðsstreymisspárinnar sem á að færa inn útreikninginn fyrir.

Lausafé

Valið til að flytja stöður fjárhagsreikninga sem eru skilgreindir lausafé.

Útistandandi

Valið til að hafa opnar færslur í viðskiptamannabók með í sjóðstreymisspá.

Sölupantanir

Veljið til að hafa sölupantanir í sjóðstreymisspá.

Þjónustupantanir

Veljið til að hafa þjónustupantanir í sjóðstreymisspá.

Eignaafskráning

Valið til að hafa áætlaðar eignasölu með sem tekjur í sjóðstreymisspánni.

Handskráðar tekjur sjóðstreymis

Veljið til að hafa handskráðar tekjur í sjóðstreymisspá.

Til greiðslu

Valið til að hafa opnar færslur í lánardrottnabók með í sjóðstreymisspá.

Innkaupapantanir

Veljið til að hafa innkaupapantanir í sjóðstreymisspá.

Kostnaðaráætlun eigna

Valið til að hafa áætlaðar eignafjárfestingar með í sjóðstreymisspánni.

Handskráður kostnaður sjóðstreymis

Veljið til að hafa handskráðan kostnað í sjóðstreymisspá.

Fjárhagsáætlun

Valið til að hafa áætlunarfærslur merktra fjárhagsreikninga með í sjóðstreymisspá.

Heiti fjárhagsáætl.

Færa skal inn heiti fjárhagsáætlunar ef Fjárhagsáætlun er valin. Velja felliörina til að sjá tiltækar áætlanir.

Flokka eftir skjalagerð

Valið til að flokka upplýsingar eftir sölupöntunum, innkaupapöntunum og þjónustupöntunum.

Til athugunar
Þegar keyrslan er keyrð aftur fyrir sömu sjóðstreymisspá er öllum fyrirliggjandi færslum fyrir þá sjóðstreymisspá eytt. Færslurnar geta aðeins verið nýlega myndaðar þegar tillagðar færslur eru skráðar á vinnublaðinu.

Til athugunar
Ef valið er bæði Sölupantanir og Áætluð sala eigna og búið er að stofna áætlaða sölupöntun fyrir eign en sú pöntun hefur ekki verið reikningsfærð verða bæði gildin í sjóðstreymisspánni. Tryggja verður annað hvort að sölupöntun sé reikningsfærð áður en sjóðsstreymisspáin er skráð á vinnublaðinu, eða að salan sé skráð með sölureikningum.

Til athugunar
Greiðsluskilmálar sjóðstreymis eiga við um reikningsfærðu fyrirframgreiðsluupphæðina. Fyrirframgreiðsluupphæð sem er ekki reikningsfærð er yfirleitt ekki tekin með í sjóðstreymisspá.

Ábending

Sjá einnig