Opnið gluggann Stinga upp á vinnublaðslínum.
Flytur upplýsingar úr svæðum fjárhags, innkaupa, sölu, þjónustu, eigna, handskráðra tekna og handskráðra útgjalda í sjóðstreymisvinnublaðið.
Keyrslan er notuð í sjóðstreymisvinnublaðinu til að útbúa sjóðstreymisspá. Með þessari runuvinnslu er vinnublaðið fyllt út sjálfkrafa, færslurnar athugaðar og síðan skráðar.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Sjóðstreymisspá | Velja felliörina til að slá inn númer sjóðsstreymisspárinnar sem á að færa inn útreikninginn fyrir. |
Lausafé | Valið til að flytja stöður fjárhagsreikninga sem eru skilgreindir lausafé. |
Útistandandi | Valið til að hafa opnar færslur í viðskiptamannabók með í sjóðstreymisspá. |
Sölupantanir | Veljið til að hafa sölupantanir í sjóðstreymisspá. |
Þjónustupantanir | Veljið til að hafa þjónustupantanir í sjóðstreymisspá. |
Eignaafskráning | Valið til að hafa áætlaðar eignasölu með sem tekjur í sjóðstreymisspánni. |
Handskráðar tekjur sjóðstreymis | Veljið til að hafa handskráðar tekjur í sjóðstreymisspá. |
Til greiðslu | Valið til að hafa opnar færslur í lánardrottnabók með í sjóðstreymisspá. |
Innkaupapantanir | Veljið til að hafa innkaupapantanir í sjóðstreymisspá. |
Kostnaðaráætlun eigna | Valið til að hafa áætlaðar eignafjárfestingar með í sjóðstreymisspánni. |
Handskráður kostnaður sjóðstreymis | Veljið til að hafa handskráðan kostnað í sjóðstreymisspá. |
Fjárhagsáætlun | Valið til að hafa áætlunarfærslur merktra fjárhagsreikninga með í sjóðstreymisspá. |
Heiti fjárhagsáætl. | Færa skal inn heiti fjárhagsáætlunar ef Fjárhagsáætlun er valin. Velja felliörina til að sjá tiltækar áætlanir. |
Flokka eftir skjalagerð | Valið til að flokka upplýsingar eftir sölupöntunum, innkaupapöntunum og þjónustupöntunum. |
Til athugunar |
---|
Þegar keyrslan er keyrð aftur fyrir sömu sjóðstreymisspá er öllum fyrirliggjandi færslum fyrir þá sjóðstreymisspá eytt. Færslurnar geta aðeins verið nýlega myndaðar þegar tillagðar færslur eru skráðar á vinnublaðinu. |
Til athugunar |
---|
Ef valið er bæði Sölupantanir og Áætluð sala eigna og búið er að stofna áætlaða sölupöntun fyrir eign en sú pöntun hefur ekki verið reikningsfærð verða bæði gildin í sjóðstreymisspánni. Tryggja verður annað hvort að sölupöntun sé reikningsfærð áður en sjóðsstreymisspáin er skráð á vinnublaðinu, eða að salan sé skráð með sölureikningum. |
Til athugunar |
---|
Greiðsluskilmálar sjóðstreymis eiga við um reikningsfærðu fyrirframgreiðsluupphæðina. Fyrirframgreiðsluupphæð sem er ekki reikningsfærð er yfirleitt ekki tekin með í sjóðstreymisspá. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |