Opnið gluggann Uppfæra greiningaryfirlit.
Uppfærir eitt eða fleiri greiningaryfirlit. Þegar færslur með víddum eru bókaðar gætu þær upplýsingar breytt fjárhagsupplýsingum í greiningaryfirliti. Því þarf að uppfæra greiningaryfirlit til þess að hægt sé að rannsaka fjárhagsþróun samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hægt er að gera þetta eins oft og fyrirtækið krefur. Til dæmis er hægt að gera það einu sinni í mánuði.
Einnig er hægt að uppfæra einstök greiningaryfirlit á viðkomandi greiningaryfirlitsspjaldi eða í glugganum Greiningaryfirlit - Listi. Ef reiturinn Uppfæra við bókun hefur verið valinn á greiningaryfirlitsspjaldi uppfærist greiningaryfirlitið sjálfkrafa í hvert sinn sem færsla er bókuð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |