Opnið gluggann Flytja inn birg.áætl. úr Excel.
Flytur inn áætlun úr Excel-vinnubók. Þannig er hægt að flytja inn áætlanir sem voru upphaflega fluttar úr Microsoft Dynamics NAV yfir í Excel.
Mikilvægt |
---|
Áður en fjárhagsáætlunin er flutt inn verður að loka Excel. |
Hægt er að flytja áætlun úr Excel inn í Microsoft Dynamics NAV á tvo vegu:
-
Hægt er að stofna nýja áætlun.
-
Hægt er að bæta áætlunarfærslum í Excel við áætlunarfærslur sem fyrir eru í Microsoft Dynamics NAV. Þetta er gagnlegt ef stofna á eina samsteypuáætlun í Microsoft Dynamics NAV úr mörgum áætlunum sem fluttar eru úr Excel.
Flytja inn birg.áætl. úr Excel er hægt að velja í glugganum Yfirlit söluáætlunar eða glugganum Yfirlit innkaupaáætlunar.
Hægt er að skilgreina hvernig á að framkvæma keyrsluna. Reitirnir eru fylltir út sem hér segir:
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Heiti áætlunar | Valin er fjárhagsáætlunin sem færslur verða fluttar inn í. |
Valkostur | Valið er hvort kerfið bætir áætlunarfærslunum úr Excel við áætlunarfærslur sem fyrir eru í kerfinu, eða hvort forritið setji áætlunarfærslur úr Excel í stað færslna í Microsoft Dynamics NAV. |
Lýsing | Í þennan reit er hægt að rita lýsingu á innfluttu áætlunarfærslunum þannig að auðvelt sé að þekkja þær úr öðrum áætlunarfærslum. |
Flytja inn virði sem | Veljið línuna með röngu bankayfirlitsfærslunni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |