Opnið gluggann Stofna samn.þjónustupantanir.
Stofnar þjónustupantanir fyrir þjónustusamninga sem fela í sér þjónustuvörur sem veita þarf þjónustu. Einnig er hægt að nota keyrsluna til að prenta prufuskýrslu.
Þegar keyrslan er notuð til að stofna samningsbundnar þjónustupantanir eru stofnaðar þjónustupantanir með þjónustuvörum þar sem næsta áætlaða þjónustudagsetning er innan tilgreinds tímabils. Í prufuskýrslunni eru upplýsingar um samningana, þjónustuvörurnar og þjónustupantanirnar sem stofnaðar eru fyrir tilgreinda dagsetningu.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Upphafsdagsetning | Færð er inn upphafsdagsetning tímabilsins sem stofna á samningsbundnar þjónustupantanir fyrir. Í keyrslunni verða samningar með þjónustuvörum sem hafa næstu áætluðu þjónustudags. á eða eftir þessa dagsetningu. |
Lokadagsetning | Færð er inn lokadagsetning tímabilsins sem stofna á samningsbundnar þjónustupantanir fyrir. Í keyrslunni verða samningar með þjónustuvörum með dagsetningu sem er á eða á undan Næsta áætlaða þjónustudags. |
Aðgerð | Valið ef taka á bakfærðar færslur með í skýrslunni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |