Opnið gluggann Bóka fyrirframgr. samn.færslur.

Flytur fyrirframgreiddar þjónustusamningsfærslur af fyrirframgreiddum reikningum yfir á tekjureikninga. Einnig er hægt að nota keyrsluna til að prenta prufuskýrslu.

Þegar keyrslan er notuð til að bóka fyrirframgreiddar samningsfærslur eru færslurnar bókaðar með fyrirframgreiddu samningsreikningunum á tekjureikningana fyrir samningana. Prufukeyrslan sýnir númer samninganna, þjónustuvörur, reikningsnúmer og bókaðar fjárhæðir.

Valkostir

Reitur Lýsing

Bóka til dags.

Færið inn dagsetningu þegar bóka á fyrirframgreiddar færslur. Í keyrslunni verða þjónustufærslur með bókunardagsetningum á eða fyrir þessa dagsetningu.

Bókunardags.

Færð er inn dagsetningin sem nota á sem bókunardagsetningu fyrir þjónustufærslur.

Aðgerð

Smellt er á Bóka fyrirframgreiddar færslur ef keyrslan á að bóka fyrirframgreiddar færslur. Smellt er á Aðeins prenta ef aðeins á að prenta prufuskýrslu byggða á því sem valið er.

Ábending

Sjá einnig