Ef tíðkast að greiða þjónustusamninga fyrirfram þarf reglubundið að bóka fyrirframgreiddar samningsfærslur, og þar með að flytja fyrirframgreiðslur af fyrirframgreiddum samningsreikningum til venjulegra samningsreikninga.
Áður en hægt er að bóka fyrirframgreiddar samningsfærslur þarf að tilgreina númeraröð í reitnum Nr.röð bók.fyrirfr.gr.skjala í glugganum Þjónustukerfisgrunnur.
Bókun fyrirframgreiddra samningsfærslna
Í reitnum Leita skal færa inn Bóka fyrirframgr. samn.færslur og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flýtiflipanum Þjónustufærsla eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.
Á flýtiflipanum Valkostir í reitnum Bóka til dags. er dagsetning færð inn. Keyrslan bókar fyrirframgreiddar þjónustufærslur með bókunardagsetningu fram að þessari dagsetningu.
Í reitnum Bókunardags. er færð inn dagsetningin sem á að nota sem bókunardagsetningu í færslubókarlínunni.
Í reitnum Aðgerð er valið að Bóka fyrirframgreiddar samningsfærslur.
Velja hnappinn Í lagi til að bóka færslurnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |