Opnið gluggann Stofna samningsreikninga.
Stofnar þjónustureikninga fyrir þjónustusamninga sem þarf að innheimta. Einnig er hægt að nota keyrsluna til að prenta prufuskýrslu.
Þegar keyrslan er notuð til að búa til þjónustureikninga eru viðeigandi reitir á þjónustureikningnum sem búinn er til sjálfkrafa fylltir út með upplýsingum úr töflunni Haus þjónustusamnings. Prufuskýrslan sýnir númer samninga, númer viðskiptamanna, tímabil og upphæðir samningsreikninga, næstu dagsetningu reiknings og númer þjónustureikninganna sem eru stofnuð, auk villuboða.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Bókunardags. | Færð er inn dagsetningin sem nota á sem bókunardagsetningu fyrir þjónustureikninga sem hafa verið stofnaðir. |
Reikningsfæra til dags. | Færð er inn dagsetningin þegar reikningsfæra á samningana. Í keyrslunni verða samningar með næsta dags. reiknings á eða fyrir þessa dagsetningu. |
Aðgerð | Smellt er á Stofna reikning ef keyrslan á að stofna reikningana. Smellt er á Aðeins prenta ef aðeins á að prenta prufuskýrslu byggða á því sem valið er. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |