Opnið gluggann Fjöldabóka þjónustupantanir.

Bókar margar þjónustupantanir í einu. Þetta getur verið gagnlegt ef bóka þarf margar þjónustupantanir. Hægt er að velja pantanir til bókunar og tilgreina forgang þeirra áður en keyrslan er sett af stað.

Mikilvægt
Brýnt er að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar á þjónustupantanirnar áður en þær eru fjöldabókaðar. Annars er ekki víst að þær bókist. Þegar fjöldabókun er lokið birtast skilaboð um hve margar þjónustupantanir voru bókaðar.

Keyrslan er keyrð með því að opna gluggann Shortcut iconÞjónustupöntun og bóka svo keyrsluna.

Valkostir

Reitur Lýsing

Afhenda

Valið ef pantanir eru afhentar við bókun. Þegar þessi gátreitur er valinn gildir það fyrir allar pantanir sem eru bókaðar.

Reikningur

Valið ef pantanir eru reikningsfærðar við bókun. Þegar þessi gátreitur er valinn gildir það fyrir allar bókaðar pantanir.

Bókunardags.

Færa inn þá dagsetningu sem á að nota sem dagsetningu skjals eða bókunar þegar bókað er ef gátreiturinn Endursetja dags. skjals eða gátreiturinn Endursetja bókunardags. er valinn. Ef engin bókunardagsetning eða fylgiskjalsdagsetning er á fylgiskjali er dagsetningin í þessum reit notuð jafnvel þótt enginn viðeigandi reitur sé valinn.

Endursetja bókunardags.

Velja ef óskað er eftir að skipta út bókunardagsetningu þjónustupöntunar með dagsetningunni sem færð er inn í reitnum Bókunardags..

Endursetja dags. skjals

Valið ef skipta á dagsetningu fylgiskjals þjónustupantana út fyrir dagsetninguna í reitnum Bókunardags..

Reikna reikn.afsl.

Valið ef reikna á upphæð reikningsafsláttar í þjónustupöntunum fyrir bókun.

Ábending

Sjá einnig