Opnið gluggann Innleiða breytingu á stöðluðu kostnaðarverði.

Uppfærir breytingar á stöðluðu kostnaðarverði í töflunni Vara með þeim sem eru í töflunni Vinnublað staðlaðs kostnaðarverðs. Hægt er að búa til staðlaðar kostnaðarbreytingartillögur með keyrslunum Leggja til staðalkostnað vöru og/eða Leggja til staðalkostn. vinnu-/vélast., og einnig er hægt að breyta þeim. Efni allra reitanna í breytingatillögunum um staðlað kostnaðarverð er flutt. Þegar tillögur um breytingar á stöðluðu kostnaðarverði eru innleiddar er hægt að sjá þær á birgðaspjaldinu og/eða vinnu/vélastöðvaspjöldunum. Einnig er stofnuð endurmatsbók til að uppfæra virði fyrirliggjandi birgða.

Valkostir

Bókunardags.: Færa skal inn tímann þegar endurmatið á að fara fram.

Númer fylgiskjals: Færa skal inn númer endurmatsbókarlínanna. Ef uppsetning númeraraðar er í keyrsluheiti birgðabókarinnar fer númer fylgiskjalsins eftir færslunum sem verða til við bókun endurmatsbókarinnar. Annars er hægt að rita númer handvirkt.

Sniðmát birgðabókar: Færa skal inn heiti sniðmáts endurmatsbókar.

Heiti birgðabókarkeyrslu: Færa skal inn heiti sjálfrar endurmatsbókarinnar.

Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna er smellt á Hætta við til að loka glugganum.

Ábending