Opnið gluggann Endurmat vátrygginga.

Vísa í gildi vátryggingu sem nauðsynleg er fyrir eignir. Virði eigna sem þurfa vátryggingu er skráð í töfluna Vátryggingarsviðsfærsla. Þegar virði eigna hækkar eða lækkar þarf að leiðrétta vátryggingaskilm.færslurnar svo að þær sýni rétt virði eigna.

Keyrslan býr til færslur í vátryggingafærslubók byggðar á skilyrðunum sem tilgreind eru. Síðan er hægt, ef þörf reynist, að bóka í færslubókina eða leiðrétta færslurnar fyrir bókun.

Valkostir

Reitur Lýsing

Vísitala

Sláðu inn endurmatstölu. Þetta er talan sem notuð er í keyrslunni til þess að reikna endurmatsupphæðirnar sem skráðar eru í færslubókina. Ef virði eignar hefur til dæmis hækkað um tvö prósent er talan 102 skráð í þennan reit; ef virði eignarinnar hefur lækkað um þrjú prósent er talan 97 skráð í þennan reit.

Bókunardags.

Færið inn bókunardagsetningu sem á að nota í keyrslunni. Þessi dagsetning birtist í reitnum Bókunardags. í vátryggingabókarlínunum sem verða til.

Númer fylgiskjals

Þessi reitur er hafður auður ef sett hefur verið upp númeraröð fyrir vátryggingabókarkeyrsluna í töflunni Númeraröð og færslubókin er auð. Keyrslan setur sjálfkrafa næsta tiltæka númer í röðinni í færslubókarlínurnar sem verða til.

Færslutexti

Hér er færður inn færslutexti fyrir færslubókarlínurnar sem verða til.

Ábending

Sjá einnig