Opnið gluggann Uppfæra texta innheimtubréfs.
Uppfærir texta á einni eða fleiri áminningum.
Þessa keyrslu má nota til að skipta um byrjun eða enda texta á innheimtubréfum af einu innheimtustigi á annað. Ef upplýsingum á innheimtubréfi er breytt er einnig hægt að nota þessa aðgerð til að uppfæra texta á innheimtubréfi. Þetta getur verið nauðsynlegt ef texti innheimtubréfsins felur í sér fyrirfram tilgreint gildi sem setur sjálfkrafa inn dagsetningu, vexti eða upphæð sem byggjast á upplýsingunum í innheimtubréfinu.
Hægt er að ráða hvað er tekið með í keyrslunni með því að setja afmarkanir. Hægt er að tilgreina hvernig keyrslan er framkvæmd með því að færa í reitina á flýtiflipanum Valkostir. Reitirnir eru fylltir út sem hér segir:
Valkostir
Stig innheimtubréfs: Fært er inn stig innheimtubréfs sem byrjun og/eða endi þess texta sem á að nota er tengdur.
Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna er smellt á Hætta við til að loka glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |