Skilgreinir hvenær hægt er að stofna innheimtubréf og hvaða kröfur og texti skuli koma þar fram.
Tilgreina má röð af stigum innheimtubréfa vegna hvers kóta í glugganum Skilmálar innheimtubréfa. Smellt er á Aðgerðir, Stig í glugganum Skilmálar innheimtubréfa. Glugginn Stig innheimtubréfa opnast. Stig 1 er fyrsta innheimtubréf sem sent er vegna gjaldfallinnar upphæðar. Stig 2 er annað innheimtubréf, og svo framvegis. Fyrir hvert stig innheimtubréfs er hægt að tilgreina biðtíma og gjalddaga og hvort vextir eða viðbótargjald skuli innifalið í innheimtubréfinu.
Viðbótargjöld sem tilgreind eru vegna stigs innheimtubréfa í þessari töflu eru í SGM. Fyrir hvert stig innheimtubréfs er hægt að skilgreina viðbótargjald í erlendum gjaldmiðli fyrir hvern gjaldmiðil sem notaður er í viðskiptum fyrirtækisins. Smellt er á Tengdar upplýsingar, bent á Stig, síðan smellt á Gjaldmiðlar í glugganum Stig innheimtubréfa og upplýsingar skráðar í töfluna Gjaldm. stigs innheimtubréfs.
Að auki er sérhver kóti í töflunni Stig innheimtubréfa tengdur undirtöflunni Texti innheimtubréfa. Vegna hvers stigs innheimtubréfa má tilgreina texta upphafs og/eða niðurlags sem koma skal fram í innheimtubréfi.
Þegar keyrslan Stofna innheimtubréf eða Leggja til innheimtubr.línur er notuð notar kerfið upplýsingarnar sem tilgreindar eru fyrir innheimtubréf.