Opnið gluggann Verk - Flytja í kreditreikning.
Setur upp kreditreikning fyrir verk.
Til að framkvæma keyrsluna verður að setja upp eina eða fleiri áætlunarlínur af tegundinni Samningur eða Bæði Áætlun og samningur með neikvæðu magni. Svo verður að merkja línurnar í glugganum Áætlunarlínur verks. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna sölukreditreikning.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Stofna nýjan kreditreikning | Valið ef kerfið á að stofna nýjan kreditreikning. |
Bókunardags. | Slá skal inn bókunardagsetningu fyrir kreditreikninginn sem verið er að stofna. |
Tengja við kreditreikningsnr. | Færa inn númer kreditreikningsins sem línunum skal skeytt við ef ekki var merkt við reitinn Stofna nýjan kreditreikning. Til að sjá lista yfir tiltæka kreditreikninga skal velja reitinn |
Bókunardags. kreditreikn. | Hafi reiturinn Tengja við kreditreikningsnr. verið fylltur út birtist bókunardagsetning þess kreditreiknings í þessum reit. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |