Á lánardrottna spjaldi er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um viðskipti við lánardrottninn.

Lánardrottnafærsluupplýsingar skoðaðar:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Lánardrottnar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Lánardrottnar skal velja lánardrottinn og á flipanum Færsluleit í flokknum Ferill skal velja Færsluupplýsingar.

  3. Í glugganum Lánardr.færsluuppl. á flýtiflipanum Síðustu fylgiskjöl er hægt að skoða síðustu bókuðu færslu af eftirfarandi tegundir skjala:

    • Greiðsla
    • Reikningur
    • Kreditreikningur
    • Vaxtareikningur
    • Endurgreiðsla

    Upphæð hverrar færslu er í gjaldmiðlinum sem birtist í samsvarandi reit Gjaldmiðilskóti.

  4. Á flýtiflipanum Fjöldi fylgiskjala er hægt að skoða heildarfjölda færslna af hverri tegund og heildarupphæðina sem eftir er fyrir allar færslur hverrar tegundar.

Magn og upphæðir eru í SGM fyrir núverandi bókhaldstímabil, núverandi ár til dagsins í dag og síðasta ár.

Þar að auki eru upphæðir reiknaðar fyrir fenginn greiðsluafslátt og tapaðan greiðsluafslátt því greitt var of seint.

Ábending

Sjá einnig