Þegar kostnaðarauka hefur verið úthlutað og fylgiskjalið bókað er kostnaðaraukinn bókaður í fjárhagsreikninga og tengdur birgðafærslum.
Bókaðan kostnaðarauka er að finna í þrem mismunandi gluggum eftir því hvaða upplýsinga er leitað um kostnaðinn. Hugsanlegt er að:
-
Skoða kostnaðaraukann sem fjárhagsfærslu.
-
Skoða kostnaðaraukann sem virðisfærslu.
-
Kostnaðaraukinn skoðaður frá birgðafærslu.
Eftirfarandi ferli á við um leit að bókuðum kostnaðarauka í glugganum Birgðafærslur. Hægt er nota sama ferli fyrir kostnaðarauka sem bókaður er frá innkaupaskjali og kostnaðarauka sem bókaður er frá söluskjali.
Til að skoða bókaðan kostnaðarauka frá birgðafærslunni:
í reitnum Leit skal færa inn Bókaðar söluafhendingar ef kostnaðaraukinn var bókaður úr söluskjali og velja svo tengdan tengil.
Hafi kostnaðaraukinn verið bókaður úr innkaupaskjali, opnið gluggann Bókaðar innk.móttökur.
Opna má hvaða skjal sem er.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Færsluleit.
Á flýtiflipanum Færsla fylgiskjals veljið Birgðafærsla. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Síða veljið Sýna. Glugginn Birgðafærslur opnast.
Á spjaldinu Birgðabókarfærslur á flipanum Færsluleit í flokknum Færsla veljið Virðisfærslur. Glugginn Virðisfærslur opnast.
Hægt er að skoða ýmis konar upplýsingar um kostnaðaraukann í glugganum Virðisfærsla.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |