Pöntunum er yfirleitt eytt sjálfkrafa þegar þær hafa verið reikningsfærðar til fulls. Þegar reikningur er bókaður er samsvarandi færsla stofnuð í glugganum Bókaðir þjónustureikningar . Hægt er að skoða bókaða fylgiskjalið í glugganum Bókaður þjónustureikningur.
Forritið eyðir þjónustupöntun ekki sjálfkrafa ef heildarmagn pöntunarinnar hefur verið bókað í glugganum Þjónustureikningur en ekki í þjónustupöntuninni sjálfri. Þá þarf að eyða bókuðum pöntunum sem ekki var búið að eyða. Hægt er að gera það með því að nota keyrsluna Eyða reikningsfærðum þjónustupöntunum.
Reikningsfærðum þjónustupöntunum eytt:
Í reitnum Leita skal færa inn Eyða reikningsfærðum þjónustupöntunum og velja síðan viðkomandi tengi. Keyrslubeiðnaglugginn Eyða reikningsfærðum þjónustupöntunum opnast.
Hægt er að velja pantanirnar sem á að eyða með því að velja afmarkanir í reitunum Nr., Númer viðskiptamanns. og Reikn.færist á viðskm.
Velja hnappinn Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |