Ef greiða þarf lánardrottni með peningum eða ávísun er hægt að láta gera nauðsynlega bókun um leið og reikningurinn er bókaður.
Innkaupareikningar gerðir skjótt upp
Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupareikningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Ef á að greiða annaðhvort með peningum eða bankamillifærslu skal færa inn númer fjárhagssjóðsreikningsins eða bankareikningsins í reitinn Mótreikningur nr..
Mikilvægt
Reitirnir Tegund mótreiknings og Mótreikningur nr. eru ekki í staðalútliti reikningshaussins. Til að bóka greiðslu á reikningi verður fyrst að setja þær inn með hönnunarbúnaðinum.
![]() |
---|
Ef oft eru greiddir innkaupareikningar með peningum er gagnlegt að setja upp sérstaka greiðsluaðferð með mótreikningi og færa þessa aðferð í reitinn Greiðsluaðferð á lánardrottnaspjaldinu. Mótreikningsnúmerið er sett sjálfkrafa í reikningshausinn í hvert sinn sem búinn er til nýr reikningur. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |