Notaður er glugginn Viðgerðarstaða - uppsetning til að setja upp viðgerðarstöðuvalkosti miðað við framvindu viðgerða og viðhalds á þjónustuvöru í þjónustupöntunum. Gert er ráð fyrir níu mismunandi valkostum viðgerðarstöðu miðað við aðstæður eða aðgerðir sem gripið er til þegar þjónustuvörur eru teknar til þjónustu.

Uppsetning viðgerðarstöðu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Viðgerðarstaða og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofnið nýja viðgerðarstöðu. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Fyllt er í reitina Kóti og Lýsing .

  4. Í reitnum Staða þjónustupöntunar er valið við hverja af fjórum mögulegum stöðum þjónustupöntunar á að tengja viðgerðarstöðuna. Valkostir stöðu eru fjórir: Í undirbúningi, Í vinnslu, Lokið og Í biðstöðu. Forritið fyllir út í reitinn Forgangur með forgangi stöðunnar á þjónustupöntun sem valin var.

  5. Veljið aðeins einn af eftirfarandi viðgerðarstöðuvalkostum: Byrjun, Í vinnslu, Lokið, Hluta þjónustu lokið, Vísað annað, Varahlutur pantaður, Varahlutur móttekinn, Beðið eftir viðskiptamanni, eða Tilboði lokið. Viðgerðarstöðu er ekki hægt að tengja við fleiri en einn valkost fyrir viðgerðarstöðu.

  6. Veljið reitinn Bókun leyfð til að bóka þjónustupantanir og þjónustuvöru sem er með þessa viðgerðarstöðu.

  7. Í reitinn Staðan í undirbúningi leyfð er smellt og gátmerkt svo unnt sé að breyta handvirkt stöðukosti þjónustupöntunar í Í undirbúningi í þjónustupöntunum með þjónustuvöru sem hefur þessa viðgerðarstöðu.

  8. Veljið reitina Staðan Í vinnslu leyfð , Staðan Lokið leyfð og Staðan Í bið leyfð á sama hátt.

Skrefin eru endurtekin fyrir hvern valkost viðgerðarstöðu sem á að stofna.

Ábending

Sjá einnig