Í Microsoft Dynamics NAV er hægt að vinna með glugga á þrjá mismunandi vegu: Skoða, breyta og stofna nýjan. Stillingin birtist í titli gluggans, á undan heiti hans. Til dæmis Skoðið - Viðskiptamannaspjald - 10000 The Cannon Group PLC.
Í þessu efnisatriði er því lýst hvernig skipt er úr skoðunarstillingu í breytingastillingu.
Til að breyta spjaldi eða fylgiskjali
Til að breyta gögnum í glugga spjalds eða skjals í skoðunarstillingu:
Á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja Breyta.
Til að opna eina færslu í lista í listaglugga:
Veljið línuna sem inniheldur færsluna sem á að breyta og síðan Breyta úr flokknum Stjórna á flipanum Heim.
Til að breyta lista
Hægt er að opna fyrir breytingar í ákveðnum listum, svo sem listanum Gjaldmiðlar og glugganum Almennur bókunargrunnur. Til að skipta yfir í breytingastillingu:
Á flipanum Heim í flokknum Stjórna veljið Breyta lista.
Nú er hægt að breyta gögnum í línu eða bæta við nýrri línu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |