Þegar afmarkanirnar sem nota á hafa verið stilltar á listasvæði, svo sem í glugganum Sölupantanir er hægt að vista listann sem sérstakt yfirlit sem hægt er að fá aðgang að af yfirlitssvæðinu. Þetta er sérstilling sem skilgreinir hvernig gögn birtast, ólíkt sérstillingu sem skilgreinir hvernig íhlutir notandaviðmóts birtast.
Til að vista afmörkun til að stofna yfirlit
Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Stilla kjörafmarkanir, svo sem að sýna aðeins sölupantanir fyrir birgðageymsluna RAUTT.
Velja skal síðutitilsvalmyndina Sölupantanir og því næst Vista yfirlit sem.
Í glugganum Vista glugga sem skal slá inn heiti í reitinn Heiti, svo sem Sölupantanir fyrir birgðageymsluna RAUTT.
Í reitnum Aðgerðaflokkur skal tilgreina hvar á yfirlitssvæðinu skal setja þetta yfirlit.
Næst þegar notandi þarf að fá aðgang að sölupöntunum sem tilbúnar eru frá birgðageymslunni RAUTT skal velja nýja valmyndarhnappinn til að opna þann tiltekna afmarkaða lista.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |