Nauðsyn gæti reynst að eyða samningslínum úr þjónustusamningi um leið og samsvarandi þjónustuvörur eru fjarlægðar úr þjónustusamningnum. Yfirleitt er fjarlægð samningslína sem er útrunnin eða sem svarar til þjónustuvörunnar sem hefur bilað.

Samningslínur fjarlægðar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna skal þjónustusamninginn sem fjarlægja á samningslínur úr.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna þjónustusamninginn og breyta honum.

  4. Á flýtiflipanum Línur skal velja samningslínuna sem á að fjarlægja. Fylla inn í reitinn Samningur útrunninn - dags. með dagsetningunni þegar á að fjarlægja línuna. T.d. er hægt að færa inn dagsetninguna sem þjónustuvaran bilaði.

  5. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Fjarlægja samningslínur. Þá opnast glugginn Fjarlægja línur úr samningi.

  6. Á flýtiflipanum Þjónustusamningslína eru sjálfgefnar afmarkanir fylltar út: afmörkunin Samningsnr., afmörkunin Nr. þjónustuvöru og afmörkunin Tegund samnings. Ef þörf krefur er hægt að setja fleiri afmarkanir eða breyta þeim sem fyrir eru.

  7. Fylltir eru út reitir eftir þörfum á flýtiflipanum Valkostir. Í reitnum Aðgerð er valið að Eyða línum.

  8. Velja Í lagi til að fjarlægja línurnar.

Til athugunar
Ef samningurinn er ekki sundurliðaður þarf að uppfæra virðið í reitnum Árleg upphæð á flýtiflipanum Sundurl. reikningur í glugganum Þjónustusamningur svo að ljóst sé að þjónustuvaran hafi fallið út úr samningnum.

Ef samningurinn er sundurliðaður og fyrirframgreiddur og búið er að bóka reikninga vegna hans er hægt að búa til kreditreikning fyrir samninginn. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna kreditreikning. Þetta er óþarfa ef gátreiturinn í reitnum Sjálfv. kreditreikningar í flýtiflipanum Reikningsupplýsingar er valinn. Í því tilviki er kreditreikningur stofnaður sjálfkrafa næst þegar samningslína er fjarlægð.

Ábending

Sjá einnig