Hugsanlega þarf að hætta við þjónustusamning þegar samningurinn er útrunninn eða hætt hefur verið við hann.
Afturköllun þjónustusamnings:
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal viðeigandi þjónustusamning sem hætta á við.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna þjónustusamninginn og breyta honum.
Á flýtiflipanum Upplýsingar í reitnum Ástæðukóti afturköllunar veljið viðeigandi ástæðukóta. Ef bæta á við fleiri ástæðukótum er Ítarlegt valið til að opna gluggann Ástæðukótar og bæta við fleiri kótum.
Ef gátreiturinn í reitnum Nota ástæðukóta afturk. samn. í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er valinn þarf að tilgreina ástæðukóta afturköllunar þegar hætt er við samninga.
Á flýtiflipanum Almennt í reitnum Staða veljið Hætt við.
Ef einhverjir reikningar eða kreditreikningar eru óbókaðir fyrir samninginn sem á að hætta við birtast staðfestingarboð. Í boðaglugganum skal smella á hnappinn Nei til að fara aftur í samninginn og bóka skjölin eða Já til að halda áfram samningsafturköllunarferli.
Ef einhverjar fyrirframgreiddar færslur eru opnar fyrir samninginn sem á að hætta við birtast staðfestingarboð. Í boðaglugganum er hnappurinn Nei valinn til að fara aftur í samninginn og stofna kreditreikning eða Já til að halda áfram samningsafturköllunarferli.
Til athugunar |
---|
Þegar hætt hefur verið við samninginn er ekki hægt að fara aftur í fyrri stöðu hans. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |