Samningsþjónustukreditreikninga má nota þegar viðskiptamaður ógildir fyrirframgreiddan þjónustusamning eða tekur þjónustuvöru úr fyrirframgreiddum samningi. Einnig nýtast þeir við að leiðrétta rangan þjónustureikning.
Samningsþjónustukreditreikningar búnir til:
Í reitinn Leit skal færa inn Þjónustukreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustukreditreikningur er stofnaður.
Fyllt er í reitinn Nr..
Í reitnum Númer viðskiptamanns er ritað númer viðskiptamannsins í þjónustusamninginn.
Á flýtiflipanum Reikningsfæra sjást frekari upplýsingar sem voru afritaðar af spjaldinu Viðskiptamaður. Ef bóka á kreditreikninginn á annan viðskiptamann en þann sem tilgreindur er á flýtiflipanum Almennt er fært inn númer þess viðskiptamanns í reitinn Reikn.færist á viðskm..
Til athugunar Hægt er að bera kreditreikninginn saman við skjalið sem var upphaflega bókað í glugganum Bókaðir þjónustureikningar. Í reitinn Leita skal færa inn Bókaðir þjónustureikningar og velja síðan viðkomandi tengi. Á flýtiflipanum Almennt í reitunum Bókunardags. og Dags. fylgiskjals er færð inn dagsetning.
Í kreditreikningslínurnar eru færðar upplýsingar um vörurnar sem er skilað eða sem eru fjarlægðar, eða uppbót sem á að senda. Einnig er hægt að nota keyrsluna Sækja fyrirfr.gr, samn.færslur.
Til að stofna handvirkt kreditreikning þegar samningslínur eru fjarlægðar úr þjónustusamningi er farið í gluggann Þjónustusamningur , flýtiflipann Sundurl. reikningur, skal velja gátreitinn Sjálfvirkir kreditreikningar.
Til að stofna handvirkt kreditreikning þegar samningslínur eru fjarlægðar úr þjónustusamningi er farið í gluggann Þjónustusamningur, flipann Aðgerðir, flokkinn Aðgerðir og Kreditreikningur valinn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |