Ef skrá á einstakar vörur sem til eru í birgðum þarf að bóka færslu fyrir hvert vörunúmer. Áður en hægt er að gera það þarf að setja upp allar vörurnar á birgðaspjöldum.

Skráning opnunarbirgðafærslna

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Birgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Lína fyrir hverja vöru er fyllt út í birgðabókinni. Valin er Aukning í reitnum Færslutegund.

  3. Vöruverð á einingu er fært í reitinn Ein.upphæð svo að birgðaspjaldið uppfærist með réttu innkaups- og kostnaðarverði. Heildarupphæð bókuðu birgðafærslnanna, samtala allra upphæðanna í reitnum Upphæð í birgðabókinni verður að samsvara upphæðinni sem bókuð var á fjárhagsreikning vegna birgða.

Ábending

Sjá einnig