Hægt er að uppfæra dagatalsfærslurnar eftir að breytingar hafa verið gerðar í dagatali verkstæðis. Fyrirliggjandi dagatalsfærslur eru villuleitaðar til að ganga úr skugga um að þær samsvari verkstæðisdagatalinu. Rétta dagatalsfærslan er leiðrétt ef frávik hafa verið ákvörðuð.
Dagatalsfærslur endurreiknaðar fyrir vinnustöðvar
Í reitnum Leit skal færa inn Vinnustöðvar og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðkomandi vinnustöð er opnuð úr listanum.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Dagatal.
Í glugganum Dagatal vinnustöðvar skal velja Sýna fylki.
Í glugganum Dagatal vinnustöðvar - fylki skal velja dagatalið eða dagatöl sem á að reikna út.
Í flipanum Aðgerðir inni í flokknum Eiginleikar veljið Reikna.
Stilla afmarkanir til að skilgreina hvaða dagatalstímabil skal endurreikna og veljið svo hnappinn Í lagi.
Mikilvægt |
---|
Endurútreikningarnir á dagatalsfærslunum skrifa yfir allar handfærðar breytingar sem gerðar hafa verið á dagatalsfærslunum. Þar sem aðeins fyrirliggjandi dagatalsfærslur vinnustöðvarinnar eru gildar er ekki hægt að nota aðgerðina til að búa til nýjar dagatalsfærslur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |