Ef prenta á skýrslu um afskriftir, stofnkostnað og afskráningu á tilteknu tímabili ásamt bókfærðu virði í lok tímabilsins er hægt að velja á milli tveggja skýrslna: Eignir - Bókfært virði 01 og Eignir - Bókfært virði 02. Þessar skýrslur innihalda nánast sömu upplýsingar, en í þeirri fyrrnefndu er ein lína fyrir hverja eign og hana verður að prenta með langsniði, en upplýsingarnar í þeirri síðarnefndu eru birtar með nokkrum línum fyrir hverja eign.
Prentun eigna - Bókfært virði
Í reitnum Leit skal færa inn Bókfært virði eigna 01 eða Bókfært virði eigna 02 og velja síðan viðkomandi tengil.
Flýtiflipinn Valkostir er eins í báðum skýrslunum nema hvað reiturinn Innifela endurflokkun er í skýrslunni Eignir - Bókfært virði 02 og hann gerir kleift að prenta endurflokkaðar færslur.
Ef valin er Áætlunarskýrsla eru afskriftir frá síðasta eignabókunardegi reiknaðar að tilgreindri lokadagsetningu.
Á flýtiflipanum Eignir er hægt að setja afmörkun til að velja eignirnar sem á að taka með í skýrslunni. Ef reitirnir eru auðir fást upplýsingar um allar eignirnar (nema óvirkar eignir).
Velja hnappinn Prenta til þess að prenta skýrslu eða velja hnappinn Forskoðun til að birta hana á skjánum.
Til athugunar |
---|
Til að nálgast upplýsingar um bókunargerðirnar niðurfærslur, uppfærslur, venja 1 og venja 2 sem eru teknar með í skýrsluna Eignir - Bókfært virði 01 skal velja Tegund kaupa eða reitinn Afskriftategund í glugganum Eignabókunartegund, grunnur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |