Þegar notaðar eru hlutaafhendingar, það er, pantanir eru afhentar í mörgum afhendingum, er hægt að velja um að reikningsfæra afhendingarnar á marga reikninga.

Framkvæma þarf hlutaafhendingu áður en hægt er að búa til hlutareikning.

Þegar lokið er við fyrstu afhendinguna, en áður en eftirstöðvarnar eru afhentar, er afhendingin reikningsfærð. Sama bókunardagsetning er á reikningnum og á pöntuninni og því er innihaldi reitsins Bókunardagsetning ekki breytt.

Hlutasölureikningar bókaðir:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi. Opna skal sölupöntunina sem hlutaafhendingin var gerð fyrir.

  2. Í flýtiflipanum Línur í Magn til reikningsf. og síðan er færður inn fjöldi vara sem á að reikningsfæra.

  3. Í reitnum Magn til afhendingar færið inn 0.

    Mesta magn sem hægt er að færa inn í reitinn Magn til reikningsf. er magnið í reitnum Afhent magn. Ef fært er inn meira magn en er í reitnum Afhent magn reikningsfærir kerfið aðeins það magn sem er í reitnum Afhent magn.

  4. Reikningurinn er bókaður.

Til athugunar
Ef fyrirframgreiðslureikningur hefur verið bókaður fyrir pöntunina er hægt að ákveða upphæð fyrirframgreiðslunnar sem draga á frá hverjum reikningi. Sjálfgefið er að forritið dragi frá brot af upphæð fyrirframgreiðslureikningsins sem er í hlutfalli við upphæð hlutareikningsins. Hins vegar er hægt að breyta efni reitsins Fyrirframgreiðsla til frádráttar í sölulínunni.

Ábending

Sjá einnig