Hægt er að taka á móti og reikningsfæra innkaupapöntun nokkrum sinnum. Hlutamóttaka er þegar tekið er á móti innkaupum í fleiri en einni sendingu. Til dæmis þegar 20 einingar berast af 100 eininga pöntun og síðan koma 80 einingar síðar.

Hlutamóttökur bókaðar:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Stofna innkaupapöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupapantanir handvirkt:.

  4. Veljið innkaupapöntunarlínu með fleiri en 1 einingu í reitnum Magn.

  5. Í reitnum Magn til móttöku er fært inn magnið sem hefur verið móttekið.

  6. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka.

  7. Veljið Móttaka og smellið á hnappinn Í lagi.

    Magnið sem fært var inn í reitinn Magn til móttöku. er bókað sem móttekið. Takið eftir að reitirnir Magn til móttöku og Móttekið magn eru uppfærðir í samræmi við það.

  8. Skrefin eru endurtekin í hvert sinn sem notandi fær hluta pöntunar sinnar þar til hann hefur móttekið alla pöntunina.

Ábending

Sjá einnig