Ef breyta á árlegri upphæð þjónustusamnings eða samningstilboðs þarf að skipta mismuninum milli nýrra og reiknaðra árlegra upphæðargilda í samningslínunum. Það er hægt að dreifa muninum handvirkt eða sjálfkrafa.
Mismun árlegrar upphæðar skipt handvirkt:
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningur eða Þjónustsamningstilboðog velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal spjald viðeigandi þjónustusamnings eða þjónustusamningstilboðs.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna samninginn eða samningstilboð fyrir breytingar.
Á flýtiflipanum Sundurl. reikningur skal velja reitinn Heimila ójafnaðar upphæðir.
Efninu í reitnum Árleg upphæð er breytt eins og við á. Hvorki er hægt að undirrita né læsa þjónustusamningi ef árleg upphæð er neikvæð. Ef árlega upphæðin er núll verður efnið í reitnum Reikningstímabil að vera Ekkert við undirritun eða þegar þjónustusamningi er læst.
Á flýtiflipanum Línur skal breyta gildunum í reitnum Línuupphæð í samningslínunum. Athugið að efnin á svæðinu Reiknuð árleg upphæð er uppfært um leið og einhverri línuupphæð er breytt í samningslínunum. Dreifingunni er lokið þegar gildið í reitnum Reiknuð árleg upphæð er jafnt nýju árlegu upphæðinni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |