Ef breyta á árlegri upphæð þjónustusamnings eða samningstilboðs þarf að skipta mismuninum milli nýrra og reiknaðra árlegra upphæðargilda í samningslínunum.
Til að dreifa árlegum upphæðarmismun þjónustusamningsbreytingar sjálfkrafa
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningur eða Þjónustsamningstilboðog velja síðan viðkomandi tengil.
Velja skal viðeigandi samning eða samningstilboð. Opna skal glugga spjaldanna Þjónustusamningur eða Samningstilboð með upplýsingum um þann þjónustusamning eða samningstilboð.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Opna samning til að opna samninginn eða samningstilboð fyrir breytingar.
Á flýtiflipanum Sundurl. reikningur skal hreinsa gátreitinn í reitnum Heimila ójafnaðar upphæðir.
Til athugunar Ef samningurinn eða samningstilboðið var þegar opið og gildið í svæðinu Árleg upphæð er ekki það sama og í reitnum Reiknuð árleg upphæð er næsta þrepi sleppt. Samningurinn eða samningstilboðið var þegar opið ef svæðisgildið Breyta stöðu er stillt á Opna. Efninu í reitnum Árleg upphæð er breytt eins og við á. Hvorki er hægt að undirrita, þ.e. breyta í þjónustusamning ef unnið er í samningstilboði, eða læsa þjónustusamningnum eða samningstilboðinu ef árleg upphæð er neikvæð. Ef árlega upphæðin er sett á núll ætti efnið í reitnum Reikningstímabil að vera Ekkert við undirritun eða þegar þjónustusamningi er læst.
Gluggi með þremur valkostum opnast. Velja einn valkostanna sem samsvarar sjálfvirkum skiptingaraðferðum og óskað er eftir: jöfn dreifing, dreifing eftir framlegð eða dreifing eftir línuupphæð.
Velja hnappinn Í lagi.
Gildið í reitnum Reiknuð árleg upphæð og línuupphæðirnar í samningslínunum eru uppfærðar. Þetta þýðir að það tókst að dreifa árlegum upphæðarmismun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |