Microsoft Dynamics NAV gerir kleift að vinna með glugga á þrjá mismunandi vegu: skoða, breyta og nýtt. Stillingin birtist í titli gluggans, á undan heiti hans. Til dæmis Skoðið - Viðskiptamannaspjald - 10000 The Cannon Group PLC.
Hér er því lýst hvernig á að stofna nýja línu í glugga og hvernig á að opna glugga í stillingunni Nýtt.
Til að stofna nýja línu í lista eða skjali:
Ef í glugganum er að finna hnappinn Nýtt á borðanum skal velja Nýtt. Annars er Aðgerðir valið og því næst Ný.
Til að stofna nýtt spjald eða skjal:
Listinn yfir spjöld eða skjöl er opnaður, eða spjald eða skjal sem þegar er til.
Ef í glugganum er að finna hnappinn Nýtt á borðanum skal velja Nýtt. Annars er Aðgerðir valið og því næst Ný.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |