Þegar þjónustupöntun er stofnuð fyrir þjónustuvöru er hægt að tengja þjónustuvinnu við tilföng. Þegar þjónustupöntunin er bókuð koma tímarnir sem úthlutað er á tilfangið sjálfkrafa fram á vinnuskýrslu fyrir tilfangið. Ekki er hægt að breyta upplýsingunum í vinnuskýrslunni.

Til að samþætta forðatíma á þjónustupöntun með vinnuskýrslu

  1. Ný þjónustupöntun er stofnuð.

  2. Á þjónustulínunum er bætt við þjónustuvöru. Á tækjastikunni Línur skal velja Lína og síðan Úthlutun forða.

  3. Velja reitinn Forðanr. og síðan færa inn forðanúmer. Velja hnappinn Í lagi.

  4. Velja valmyndina Panta og velja Þjónustulínur.

  5. Í glugganum Þjónustulínur veljið svæðið Tegund og veljið tegund forða.

  6. Í reitnum Nr. skal velja forða.

    Í reitnum Magn færið inn fjölda stunda.

    Í reitnum Magn til notkunar skal slá inn fjölda klukkustunda sem sem á að birta sem notaðar þegar þjónustupöntunin er bókuð.

    Velja hnappinn Í lagi.

  7. Í glugganum Þjónustupöntun staðfestið að fyrir svardagsetninguna sé að finna vinnuskýrslu.

  8. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna skal velja Bóka og velja síðan viðeigandi valkost.

  9. Til að skoða bókunarupplýsingar eins og þær koma fram í vinnuskýrslunni skal opna vinnuskýrsluna sem inniheldur dagsetninguna þegar bókunin var framkvæmd.

    Vinnuskýrslan inniheldur samþykkta vinnuskýrslulínu fyrir þjónustupöntunina. Línan samanstendur af tilfangaheitinu í reitnum Lýsing og tímafjöldanum sem bókaður er úr þjónustupöntuninni. Tímanotkun er skráð fyrir bókunardagsetningu.

    Til athugunar
    Línan hefur stöðuna Samþykkt og ekki er hægt að enduropna hana eða senda hana.

Ábending

Sjá einnig