Ferlum við meðferð rað- og lotunúmera sem verið er að flytja milli birgðastöðva svipar til þeirra sem beitt er þegar vara er keypt og seld.
Millifærslupöntunin er þó sérstök að því leyti að sending og móttaka er framkvæmd úr sömu millifærslulínu og því er notað sama eintak af glugganum Vörurakningarlínur. Þetta merkir að vörurakningarnúmer sem send eru úr einni birgðageymslu verður að móttaka óbreytt í annarri birgðageymslu.
Nákvæmar reglur um vörurakningu í fyrirtækinu ráðast af uppsetningu á töflunni Vörurakningarkóti .
Meðferð rað- og lotunúmera í millifærslupöntunum
Í reitnum Leit skal færa inn Millifærslupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal flutningspöntunina sem á að vinna. Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Lína, velja Vörurakningarlínur og síðan smella á Afhending.
Í glugganum Vörurakningarlínur er rað- eða lotunúmerum úthlutað eða þau valin eins og fyrir hverja aðra útleiðar-birgðafærslu.
Þegar unnið er við rað- og lotunúmer vegna millifærsluvöru er yfirleitt búið að úthluta vörunni númerum. Þess vegna felst ferlið yfirleitt í því að velja úr þeim rað- eða lotunúmerum sem fyrir eru.
Millifærslupöntunin, fyrst afhending og síðan móttaka, er bókuð til þess að skráð sé að varan sé flutt með vörurakningarfærslum.
Meðan á millifærslu stendur er glugginn Vörurakningarlínur skrifvarinn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |