Ef endurmeta á til hækkunar eða lækkunar birgðavirði vöru eða tiltekinnar færslu vegna vöru verður að nota endurmatsbókina.
Fyrst verður að færa upplýsingar inn í endurmatsbókina um núgildandi útreiknað virði þessarar tilteknu vöru. Hægt er að færa inn í bókina handvirkt eða með því að nota keyrsluna Reikna út birgðavirði.
Til athugunar |
---|
Ef lína var færð inn handvirkt er endurmetið í bókinni allar einingar sem eru tengdar þessari birgðafærslu, án tillits til bókunardagsetningar. |
Fært handvirkt inn í endurmatsbókina
Í reitnum Leita skal færa inn Endurmatsbók og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið reitinn Vörunr. til að opna gluggann Vörulisti.
Valin er varan sem á að endurmeta og smellt á Í lagi.
Veljið reitinn Jafna færslu til að opna gluggann Birgðafærslur. Allar birgðahöfuðbókarfærslur sem tengjast þessari vöru eru birtar.
Valin er sú tiltekna birgðafærsla sem á að endurmeta og smellt á Í lagi.
Þetta er endurtekið fyrir allar vörur sem á að endurmeta.
Núna er hægt að endurmeta valdar brigðafærslur. Þegar búið er að fylla út í endurmatsbókina má bóka hana.
Bókun endurmatsbóka:
Í reitnum Leita skal færa inn Endurmatsbók og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka eða Bóka og prenta til að bóka færslubókina.
Virðisfærslurnar eru stofnaðar til að spegla endurmatið. Þær er hægt að skoða á birgðaspjaldinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |