Ef endurmeta á til hækkunar eða lækkunar birgðavirði vöru eða tiltekinnar færslu vegna vöru verður að nota endurmatsbókina.
Fyrst verður að færa upplýsingar inn í endurmatsbókina um núgildandi útreiknað virði þessarar tilteknu vöru eða birgðafærslu. Hægt er að færa inn í bókina handvirkt eða með því að nota keyrsluna Reikna út birgðavirði.
Fært inn í endurmatsbókin með keyrslunni
Í reitnum Leita skal færa inn Endurmatsbók og velja síðan viðkomandi tengi.
Þar sem tímafrekt getur verið að reikna út birgðavirði er ekki æskilegt að hætta við útreikning vegna þess að forsendum er áfátt. Þess vegna er hægt að nota Reikna út birgðavirði rununa . Með þessari prófun er athugað hvort forsendur séu til útreiknings á birgðavirði.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna birgðavirði. Glugginn Reikna út birgðavirði opnast.
Á flýtiflipanum Vara er sett afmörkun ef velja á tiltekið vörunúmer eða vöru úr tiltekinni birgðageymslu eða tiltekið afbrigði af vöru.
Í reitunum sem eru eftir eru tilgreind skilyrðin sem nota á við gerð færslubókarlínanna.
Velja hnappinn Í lagi.
Núna er hægt að endurmeta valdar brigðafærslur. Þegar búið er að fylla út í endurmatsbókina má bóka hana.
Virðisfærslurnar eru stofnaðar til að spegla endurmatið. Þær er hægt að skoða á birgðaspjaldinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |