Birgðavirði vöru getur breyst með tímanum, til dæmis vegna skemmda eða aldurs.

Ef breyta á birgðavirði vöru eða tiltekinnar færslu vegna vöru verður að nota endurmatsbókina.

Einnig má nota endurmatsbókina til að leiðrétta rangt bókuð skjöl.

Endurmat á væntanlegum kostnaði

Kerfið styður endurmat sem byggt er á raunkostnaði. Hins vegar, fyrir vörur sem nota staðlaða kostnaðarútreikningsaðferð getur kerfið einnig endurmetið samkvæmt væntanlegum kostnaði. Það þýðir að ef stöðluð kostnaðarútreikningsaðferð er notuð fyrir vöruna er hægt er að endurmeta birgðir sem hafa verið mótteknar en ekki reikningsfærðar. Í samræmi við það, er slíkur væntanlegur birgðakostnaður einnig tekinn með í runuvinnslunni Reikna út birgðavirði, eins og hvers kyns raunverulegur birgðakostnaður, þó aðeins ef valið er að reikna eftir vöru, eftir birgðageymslu og eftir afbrigði á flýtiflipanum Valkostir á beiðnisíðu runuvinnslunnar.

Bent er á að þegar vörur með stöðluðum kostnaði eru endurmetnar með væntanlegum kostnaði hefur það áhrif á tengda bráðabirgða birgðareikninga.

Endurmatsbókin

Ef nota á endurmatsbókina verður að taka tillit til umfangs endurmatsins. Til eru tvær aðferðir til að færa upplýsingar inn í bókina um núgildandi útreiknað virði tiltekinnar vöru:

  • Hægt er að færa inn línu handvirkt og tengja hana við birgðafærslu í reitnum Jafna færslu. Þá breytist birgðavirði allra eininga þessarar birgðabókarfærslu. Það breytir einnig birgðagildi eininganna sem tengjast þessari birgðabókafærslu án tillits til þess hvenær þær voru bókaðar.
  • Hægt er að færa inn í bókina með því að nota keyrsluna Reikna út birgðavirði. Þessi aðferð gerir kleift að tilgreina nákvæmlega hvernig endurmatið muni breyta birgðavirði vöru eða birgðabókafærslu. Endurmatið gildir um allar færslur sem tengist vörunni eða birgðabókafærslu frá bókunardegi endurmatsins.

Sjá einnig