Ef bóka á vinnuframvinduna sjálfkrafa þarf að úthluta véla- eða vinnustöðinni flæðiaðferð.
Aðalgögn færð inn fyrir afkastabókun:
Í reitnum Leit skal færa inn Vélastöðvar og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðeigandi vélastöðvarspjald er opnað úr listanum.
Í flýtiflipanum bókun skal fylla inn í reitinn Flæðiaðferð. Hægt er að velja um eftirfarandi kosti.
Flæðiaðferð Lýsing Handvirk
Handvirk bókun notkunar í afkastabókinni.
Framvirk
Sjálfvirk bókun áætlaðs keyrslutíma og afkastamagns við útgáfu framleiðslupöntunarinnar.
Afturvirk
Sjálfvirk bókun áætlaðs keyrslutíma og afkastamagns við afgreiðslu framleiðslupöntunarinnar.
Skrefin eru endurtekin á flýtiflipanum Bókun á spjaldinu Vinnustöð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |