Hægt er að afturkalla viðmótssérstillingu sem hefur verið gerð sem grunnstilling fyrir forstillingu með þrennum hætti.

Mikilvægt
Notendur geta gera viðmótssérstillingar undir eigin notandanafni til að sérsníða notendaviðmót þeirra. Ef þú afturkallar viðmótsgrunnstillignar á síðu sem notandi hefur síðan sérsniðið eru viðmótssérstillingar notandans ekki afturkallaðar. Eins er notendaviðmótssérstilling notanda geymd þegar gerð er ný notendaviðmótsgrunnstilling á síðu sem notandi hefur sérstillt og ekki er skrifað yfir hana með nýrri grunnstillingu síðu.

Einu aðstæðurnar þegar viðmótsgrunnstilling hnekkir persónusniðnu viðmóti er þegar viðmótseining er fjarlægð með grunnstillingu. Til dæmis ef stjórnandi fjarlægir reit sem notandinn hefur endurnefnt eða fært er reiturinn áfram fjarlægður úr viðmóti notandans.

Til athugunar
Í Eyða sérstillingum notanda glugganum og með hnappnum Endurheimta sjálfgefið í Sérstilla glugganum geta notendur hætt við viðmótssérstillingu sem þeir hafa gert á síðum undir eigin notandanafni. Þegar það er gert er hönnun þeirra síðna endurstillt á allar viðmótssérstillingar sem stjórnandi hefur grunnstilt fyrir forstillinguna. Ef forstillingin hefur ekki verið grunnstillt er útlitið á síðum notandans endurstillt á grunnstillingu forstillingarinnar sem sett var upp með Microsoft Dynamics NAV Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að afturkalla sérstillingu notandaviðmóts.

Að hætta við viðmótssérstillingu sem þú hefur gert fyrir forstillingu

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Forstillingar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veldu forstillinguna sem þú vilt hætta við alla viðmótssérstillingar á og þá, á Heim flipanum, í hópnum Stjórna velja Breyta

  3. Í glugganum Forstillingarspjald á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Hreinsa samskipaðar síður.

Til athugunar
Hætt er við alla viðmótssérstillingu fyrir forstillinguna, bæði sem uppsett er með Microsoft Dynamics NAV og einnig af kerfsisstjóra. Ekkert síðuútlit sem á við forstillinguna er til staðar í gagnagrunninum.

Að hætta við viðmótssérstilling sem þú hefur gert fyrir forstillingu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Eyða grunnstillingu sniðs og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veldu forstillingar-/síðusettið sem þú vilt hætta við viðmótssérstillingu, og þá, á flipanum Heim úr flokknum Stjórna veljiðEyða

    Viðvörun
    Ef aðrar viðmótssérstillingar á sömu síðu hafa verið grunnstilltar á grunni annarra slóða að síðunni verður hver sérstilling síðu skráð í glugganum Eyða samskipan lýsingar með sömu upplýsingum. Engar upplýsingar eru til að bera kennsl á það hvaða röð tengist hvaða slóð. Því þarf að eyða hverri röð fyrir sig og fara yfir síðuna, eða eyða öllum röðum með viðmótssérstillingu fyrir forstillinguna/síðuna.

Til athugunar
Hætt er við alla viðmótssérstillingu fyrir síðuna fyrir forstillinguna sem gerð var við uppsetningu eða eftir að glugginn Eyða samskipan forstillingar síðast notaður. Hönnun síðunnar er endurstillt að hefðbundnu útliti síðuhlutarins, sem er ekki hlutverkamiðað.

Að hætta viðmótssérstilling sem þú hefur gert fyrir ákveðna viðmótssvæði fyrir ákveðna síðu fyrir Forstillingu

  1. Hægt er að afturkalla breytingar á viðmótssérstillingu sem gerðar hafa verið fyrir tiltekið viðmótssvæði, svo sem borða, með því að nota hanppinn Endurheimta sjálfgefið í glugganum Sérstilling. Einnig er hægt að afturkalla allar viðmótsbreytingar sem gerðar hafa verið á forstillingu með glugganum Eyða samskipan forstillingar.

Hætt er við viðmótssérstillingar fyrir forstillingu tiltekins viðmótssvæðis á viðkomandi síðu. Hönnun viðmótssvæðis síðunnar er endurstillt að sjálfgefinni grunnstillingu, eins og hún var gerð annað hvort af stjórnanda eða sett upp af Microsoft Dynamics NAV.

Ábending

Sjá einnig