Þegar lokið er við að setja upp söluherferð, ákveða hvaða hluta á að höfða til með herferðinni og velja upphafs- og lokadagsetningu, er söluverð fyrir einstaka vörur skráð í línum í glugganum Söluverð.
Söluverð stofnað fyrir söluherferð:
- Í reitnum Leit skal færa inn Söluherferð og velja síðan viðkomandi tengil. 
- Opna skal viðeigandi herferðarspjald. 
- Á flipanum Færsluleit í flokkinum Söluherferð skal velja Söluverð. Glugginn Söluverð opnast. - Reiturinn Tegund sölu er stilltur á Söluherferð og reiturinn Sölukóði inniheldur númer söluherferðarinnar. Þar sem söluherferðin nær yfir tímabilið sem skilgreint er á söluherferðarspjaldinu fyrir allar vörur með söluverð er ekki hægt að breyta upphafs- og lokadagsetningum í einstökum línum. Kerfið flytur gildin í upphafs- og lokadagsetningarreitunum á söluherferðarspjaldinu í línurnar í glugganum Söluverð. 
- Reitir Vörunr., Mælieining og Ein.verð eru fylltir út. Einnig er hægt að fylla í reitinn Afbrigðiskóti ef mörg afbrigði eru af vörunni. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við. 
- Ef viðskiptamaðurinn þarf að kaupa inn lágmarksmagn til að fá verðið í söluherferðinni er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út. 
- Í hausnum Almennt má tilgreina gildi fyrir Afmörkun gjaldeyriskóta ef söluherferðin á aðeins við pantanir sem viðkomandi gjaldmiðill á við. 
Skrefin eru endurtekin við hverja vöru sem söluherferð er stofnuð fyrir.
|  Til athugunar | 
|---|
| Þegar söluverð er stofnað er hægt að tilgreina að VSK sé innifalinn í verði. Færa kóta í reitinn VSK viðsk.bókunarfl. (verð) og velja reitinn Verðið er með VSK. | 
|  Ábending | 
|---|
| Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. | 





