Þetta á við ef gefa á almennan magnafslátt af verði eða ef lækka á verð ákveðinnar vöru í tiltekinn tíma.

Söluverð stofnað fyrir alla viðskiptamenn:

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna hvaða viðskiptamannsspjald sem er. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Sala skal velja Verð. Glugginn Söluverð opnast.

  3. Í reitnum Tegund sölu skal velja Allir viðskiptamenn.

  4. Reitirnir í línunum eru fylltir út með Vörunr., Mælieining og Ein.verð. Ef mörg afbrigði eru af vörunni er einnig hægt að tilgreina afbrigðiskótann.

  5. Ef viðskiptamennirnir þurfa að kaupa inn lágmarksmagn til að fá verðið er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út.

  6. Ef með þarf er færð inn upphafsdagsetning og lokadagsetning verðsamkomulagsins.

  7. Ef með þarf er einnig hægt að tilgreina gjaldmiðilskótann og hvort línuafsláttur og reikningsafsláttur leyfist.

Skrefin eru endurtekin fyrir hverja vöru í samningnum.

Til athugunar
Þegar verðsamkomulag er stofnað er hægt að tilgreina að VSK sé innifalinn í verði með því að setja kóta í reitinn VSK viðsk.bókunarfl. (verð) og velja reitinn Verðið er með VSK .

Ábending

Sjá einnig